Silent Diskó

Silent Diskó er einstök leið til að upplifa tónlist. 

 

Dansað er við tónlist í gegnum þráðlaus heyrnartól.

 

Plötusnúðar þeyta skífum beint í heyrnartólin þín. 

 

Einfalt er að flakka á milli rása til að velja tónlist að þínu skapi.
 

Silent diskó hefur náð miklum vinsældum á tónlistarhátíðum um allan heim, m.a. á Glastonbury, Hróarskeldu & Reading.

 

Silent diskó smellpassar á árshátíðir, útihátíðir, skemmtistaði, brúðkaup, einkasamkvæmi og ýmsa aðra viðburði. 

 

UMSAGNIR

“Við hjá Senu prófuðum silent diskó á árshátíðinni okkar og fannst það algjör snilld. Hrikalega fyndið að taka af sér heyrnartólin og hlusta á alla syngja. Við notuðum það sem hópefli og settum upp keppni í hver væri besti DJ-inn.
Þvílíkt stuð og allir glaðir. Mæli eindregið með þessu til að hrista liðið saman.”

— Ásta Edda, Sena

 
 

© 2016 by Silentdisko